3G, Allt

Sumaröppin

27/06/2012 • By

Já það er komið sumar og sólin fer vonandi að skína aftur í heiði. Sumarið er tími snjallsímanna enda er fólk mikið á ferðinni. Þeir sem eiga slík tæki þekkja hversu þægilegt það er að geta fengið póstinn, tónlistina og Facebook uppfærslurnar beint í vasann.

En hvaða forrit en nauðsynlegt að hafa í símanum sínum í sumar?

Instagram

Það ættu allir að vera með Instagram. Lítið einfalt en ótrúlega skemmtilegt forrit þar sem þú tekur myndir og sendir á netið. Í Instagram eru fullt af flottum filter-um þar sem hægt að breyta myndunum og það er hægt að deila með einföldum hætti bæði á Twitter og Facebook. Instagram hefur slegið í gegn um allan heim og á klárlega heima í símanum þínum. Instagram er til fyrir Android og iPhone.

 

Endomondo

Margir nota símann sinn þegar þeir eru að hlaupa, hjóla, ganga og bara að stunda allar íþróttir. Endomondo er notar GPS til að mæla hvað þú ferð langt, hratt og í hvaða hæð þú ert, ásamt því að hafa ýmsa aðra möguleika að bjóða. Forritið hleður þinni æfingu á netið um leið þannig vinir þínir geta sent þér skilaboð á meðan á æfingunni stendur og þú svo skoðað árangurinn strax, hvort sem er í símanum þínum eða á Endomondo.com. Þetta er klárlega forritið fyrir þá sem elska að hreyfa sig úti. Til fyrir iPhone, Android, Nokia, Windows og Blackberry.

 

8-tracks

Með 8-tracks finnurðu tilbúna lagalista fyrir öll tilefni. Sama þó þú sért að fara í útilegu, halda matarboð eða bara fá þér göngutúr í kvöldsólinni þá sér 8-tracks um réttu stemninguna. Þúsundir lagalista búnir til af notendum og þú getur einnig búið til þína eigin. Forritið er í boði fyrir Android og iPhone síma.

 

112

Ertu að fara að ferðast um landið? 112 er ferðafélagi sem réttara er að hafa við höndina. Ef þú lendir í vandræðum þá ýtir þú einfaldlega á neyðarhnappinn og þá sendir síminn þína staðsetningu beint til Neyðarlínunnar og þeir eiga þá ekki í neinum vandræðum með að koma og sækja þig. Í boði fyrir Android og iPhone.

 

Soundhound

Hvaða lag er í útvarpinu? Þú kveikir bara á Soundhound og berð símann upp að útvarpinu. Soundhound ber lagið svo saman við gagnagrunninn og segir þér hvað það heitir. Þú getur svo deilt niðurstöðunum á Facebook eða Twitter. Soundhound er í boði fyrir Android, iPhone, Nokia og Windows síma.

 

Síminn Gagnamagn

Þegar þú notar forrit sem tengjast netinu þá notarðu innifalið gagnamagn. Til þess að fylgjast vel með þeirri notkun þá hönnuðum við litla græju (e. widget) fyrir Android síma. Með henni geturðu fylgst með gagnamagninu með einföldum hætti. Fyrir þá sem ekki eiga Android síma þá er hægt að fylgjast með á M.Siminn.is