Allt

Er 3G samband í geimnum?

09/05/2012 • By

Síminn, í samstarfi við Verkfræðideild HR og CCP ætla að senda geimfar 100.000 fet upp í loftið.

Geimfarið er fest við helíumblöðru og verður vopnað þremur GoPro HD upptökuvélum auk Samsung Galaxy Note snjallsíma sem mun streyma ferðalaginu í beinni útsendingu í gegn um 3G net Símans.

Við erum gríðarlega spennt fyrir þessari tilraun og munum sitja límd við tölvuskjáinn til að sjá hvernig geimskipinu mun vegna.

Ferðalagið hefst í Reykjavíkurhöfn klukkan 12 í dag (9. maí). Nánari upplýsingar og beina útsendingu má finna á http://www.ccpgames.com/skywardsphere.

Endilega takið þátt í umræðunni á Twitter með því að merkja innleggin #skywardsphere.