Allt

#glundregla

22/03/2012 • By

Síminn býður þér að taka þátt í spennandi leik í tilefni HönnunarMars þar sem athyglisgáfan er reynd til hins ýtrasta. Leikurinn mun eiga sér stað á nýja samfélagsmiðlinum Pinterest og einnig á Facebooksíðu Símans.

Á Pinterest eru 3 myndaalbúm sem heita #glundregla 1-3. Á hverjum degi mun ný mynd bætast við í albúmið. Fyrsta myndin verður  óskýr en eftir því sem fleiri myndir bætast við verður það greinilegra hvað er á myndinni. Sá fyrsti til að giska rétt á hvaða tæki er á hverri mynd hlýtur ZTE síma í verðlaun. Myndirnar munu svo birtast á Facebook sólarhring síðar.

Nöfn allra sem taka þátt fara í pott og getur heppinn þátttakandi unnið Nokia Lumia 800 síma.

Hvernig tek ég þátt?
1. Farðu inn á Pinterest.com/Siminn
2. Rýndu í myndirnar. Hvaða tæki eru þetta?
3. Skrifaðu svarið þitt í athugasemdakerfið við myndina á Pinterest. Mundu að vera nákvæmur!
4. Merktu svarið þitt með #glundregla.

Vinningshafar verða tilkynntir þegar allar myndirnar hafa birst. Myndirnar munu einnig birtast á Facebook degi eftir að þær birtast á Pinterest og er leyfilegt að giska í athugasemdakerfinu þar. Athugið að ekki verður gefið upp hvort rétt hafi verið giskað fyrr en leikurinn er búinn þannig allir eiga möguleika á að vinna!