Allt

Öruggari netnotkun

09/03/2012 • By

Við hjá Símanum leggjum okkur fram við að hjálpa viðskiptavinum okkar að nota internetið á sem öruggastan hátt. Í fyrsta lagi viljum við að gögn okkar viðskiptavina séu sem öruggust og varin á bakvið lokaðar tengingar. Í öðru lagi styðjum við SAFT, vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Við viljum að börn og foreldrar uppgötvi í sameiningu þá möguleika og tækifæri sem internetið býður upp á án þess að eiga í hættu á að lenda inn á óæskilegum vefsíðum. Í þriðja lagi hvetjum við fólk til þess að fylgjast með gagnanotkun heimilisins og gangi úr skugga um að það sé í réttri áskriftarleið og átti sig á því ef óeðlileg notkun á sér stað.

Það eru nokkrar leiðir sem fólk getur nýtt sér til að ganga úr skugga um að allt sé í lagi.

1. Passaðu þig á að þráðlausa netið sé læst. Borið hefur á því að óprúttnir aðilar séu að gera sér að leik að brjótast inn á þráðlaus net hjá fólki til að komast frítt á internetið.  Í einhverjum tilfellum hafa þessir aðilar reynt að komast yfir notendanöfn, lykilorð og önnur gögn. Hægt er að torvelda þeim iðju sína með því að að breyta nafni tengingarinnar og lykilorðinu inn á routerinn. Greinargóðar leiðbeiningar til þess má finna hér. Einnig má hafa samband við tækniþjónustuna í síma 8007000 til að fá frekari hjálp.

2. Netvarinn er frábær þjónusta sem sér um að sía út óæskilegt efni á vefnum. Þetta er þjónusta sem hefur notið nokkurra vinsælda hjá viðskiptavinum Símans. Hún fylgir með öllum ADSL og Ljósnetstengingum hjá Símanum. Þrjár mismunandi sterkar síur eru í boði, eftir því hversu mikið efni hver og einn vill geta lokað á. Hægt er að kveikja á Netvaranum og breyta skráningum á Þjónustuvefnum. Sjá nánar hér um Netvarann.

3. Fylgstu með notkuninni á Þjónustuvefnum. Með því að hafa gætur á gagnamagninu kemur þú í veg fyrir að þú farir yfir hámarkið. Eins sérðu þar hvort þú ert að fullnýta innifalið gagnamagn í hverjum mánuði og hvort þú sért í réttri áskriftarleið. Ef þú þekkir notkunamunstur þitt sérðu líka strax ef óeðlileg umferð á sér stað um þína tengingu. Prófaðu Þjónustuvefinn hér.

Við vonum að þessar einföldu aðferðir hjálpi þér og þínum að nota netið á sem öruggastan hátt. Ef einhverjar spurningar vakna má alltaf hafa samband í síma 8007000, senda póst á 8007000@siminn.is, á Facebook eða á Twitter.