Allt

Samsung og íslenskir stafir í smáskilaboðum

06/03/2012 • By

Algeng spurning eigenda Samsung tækja sem keyra Android stýrikerfið til verslana okkar og Þjónustuvers er að íslenskir stafir komi brenglaðir til viðtakenda þegar send eru smáskilaboð (SMS).

Það er einfalt að laga þetta en um stillingaratriði er að ræða í símanum.

Farið í SMS viðmótið og ýtið á menu takkann og veljið settings.

Í settings þarf að finna Input Mode og smella á það.

Þá kemur upp gluggi þar sem velja skal við Unicode.

Kviss, bamm og búmm. Íslenskt stafabrengl úr sögunni og hægt að senda smáskilaboð á okkar ástkæra ylhýra án þess að túlkur þurfi að koma til sögunnar.