Allt

Takk fyrir okkur!

29/02/2012 • By

Síminn vann til þriggja verðlauna á Lúðurshátíðinni síðastliðinn föstudag. Það var hann Villi okkar sem sigldi Lúðrunum í höfn, enda voru þau öll fyrir Meira Ísland herferðina sem farið var í síðasta sumar.

Fyrst voru það stafrænar auglýsingar á samfélagsmiðlum þar sem Villi fór um Vestmannaeyjar og kynnti sögufræga staði fyrir Þjóðhátíðina. Þetta fékk frábærar viðtökur og hefur fengið yfir 60.000 spilanir á YouTube.

Svo fékk Villi verðlaun fyrir bestu vefauglýsinguna fyrir borðann á MBL.is. Að lokum fékk Meira Ísland Lúður fyrir bestu herferð ársins 2011.

Við erum rosalega hrærð yfir þeim viðurkenningum sem Síminn fékk fyrir árangurinn á árinu 2011, fyrst NEXPO verðlaunin, svo SVEF og að lokum Lúðurinn núna um helgina. Þetta hvetur okkur áfram til að gera enn betur á árinu 2012.

Takk fyrir okkur!