Allt

Nexpo verðlaunin

30/01/2012 • By

Síminn vann til tvennra verðlauna í Nexpo verðlaununum sem afhent voru síðasta föstudag. Tilnefnt var í fimm flokkum, en þar af var Síminn tilnefndur í þremur, fyrir besta snjallsímaforritið, bestu herferðina og fyrir áhrifamesta vörumerkið á samfélagsmiðlum. Við fórum heim með verðlaunin fyrir bestu herferðina fyrir hann Villa okkar síðasta sumar og sem áhrifamesta vörumerkið á samfélagsmiðlum.

Opnað var fyrir tilnefningar og að því loknu tók dómnefnd við að raða tilnefndum aðilum upp á vefsíðunni Nexpo.is þar sem almenningi gafst svo kostur á að kjósa. Kosning almennings gilti svo 50% á móti vali dómnefndar. Alls bárust rúmlega 16.000 atkvæði.

Við erum mjög hrærð yfir því í fyrsta lagi að hafa verið tilnefnd og ennþá ánægðari með að hafa unnið til verðlauna. Við munum reyna eftir fremsta megni að halda áfram á þessari braut. Því má samt ekki gleyma að lykillinn að velgengni á samfélagsmiðlum er að eiga góð samskipti við viðskiptavini sína og þannig má þakka öllum vinum okkar á Facebook, fylgjendum á Twitter og lesendum bloggsins kærlega fyrir ykkar innlegg á árinu 2011.

Takk fyrir okkur!