Allt

ZTE Blade

28/10/2011 • By

ZTE Blade er nýr sími í sölu hjá Símanum. ZTE er vörumerki sem er óþekkt hér á landi en fyrirtækið er þó mjög stórt á heimsmælikvarða. Það hefur til dæmis verið mjög öflugt í framleiðslu á farsímabúnaði eins og GSM loftnetum og sendibúnaði. Blade síminn hefur verið í sölu út um allan heim um einhvern tíma, og til dæmis verið seldur undir merkjum Orange sem „Orange San Fransisco“ síminn.

Ef við víkjum okkur að símanum sjálfum er hann svartur, með 3.15 megapixla myndavél, GPS, snertiskjá og síðast en ekki síst Android stýrikerfi, en hann kemur uppsettur með Android 2.2 Froyo kerfinu. Símanum fylgir handfrjáls búnaður, hleðslutæki, gagnakapall og 2 GB minniskort. Þetta er tilvalinn sími fyrir þá sem vilja fikra sig áfram í heimi snjallsímana.

Hann verður á sérstöku tilboði, en hann mun kosta 2.190 kr á mánuði í 12 mánuði fyrir þá sem vilja greiðsludreifinu, auk 2.190 kr útborgunar. Fyrir þá sem vilja staðgreiða símann mun hann kosta 28.470 kr. 1000 kr afsláttur á noktun verður í boði fyrir alla þá sem kaupa símann, hvort sem þeir eru í Frelsi eða Áskrift hjá Símanum.

Fyrir þá sem vilja skoða símann betur má benda á Vefverslun Símans.