Allt

Gáfnaljós

19/02/2011 • By

Hvað er póstnúmerið á Mývatni ? Í hvaða sjónvarpsþætti sést hvítur maður fyrst kyssa blökkukonu ? Fyrir hvað stendur skammstöfunin ISDN ?

Þessar spurningar ásamt mörgum öðrum eiga eftir að heyrast í húsakynnum Símans næstu vikurnar en Gáfnaljósið, spurningakeppni Símans er að fara í gang. Keppnin er sjálfstætt framhald Símvarsins sem var deildarkeppni þar sem að vaskt lið Úthringivers Símans sigraði eftir æsispennandi úrslitarimmu við fulltrúa Fyrirtækjasviðs.

Keppnini stýrir hinn skeleggi starfsmaður Mannauðssviðs, Hróar Hugosson Proppé sem slær við nær öllum þeim spyrlum sem stigið hafa á stokk í Gettu Betur í gegn um tíðina. Ekki láta það koma ykkur á óvart að Hróar dúkki upp í imbakassanum næsta haust. Mögulega gæti hann tekið við Hringekjunni.