3G, Android, Fróðleikur, GSM

AppBrain

01/09/2010 • By

Eftir að hafa legið yfir Android síðustu mánuði get ég með sanni sagt að AppBrain sé eitt það nauðsynlegasta forrit sem að Android notendur þurfa að hafa.

Stærsta vandamálið við Android Market í mínum huga er að úrvalið af forritum getur maður aðeins skoðað í símanum sínum og flokkunin yfir forritin er ekki sú besta. Það er eitthvað sem að AppBrain leysir auðveldlega og bætir virkilega notagildi Android Market.

Uppsetning AppBrain er tvíþætt. Fyrst þarf að setja upp AppBrain forritið sjálft af Android Market og svo þarf að setja upp Fast Web Installer.

Auðveldast er að setja þau upp með því að nota eftirfarandi QR kóða eða leita að þeim á Android Market.

AppBrain forritið :

Fast Web Installer :

Með þessi tvö forrit á símanum geturðu skoðað allt það sem í boði er á Android Market í tölvunni þinni á Appbrain.com og ýtt á Install og þá byrjar síminn þinn fyrir eitthvað kraftaverk að ná í forritið sjálfkrafa. Þetta gæti ekki verið auðveldara.

AppBrain mælir svo með forritum sem að þú myndir mögulega hafa áhuga á miðað við þau forrit sem þú ert með fyrir á símanum þínum og hægt er auðveldlega að sjá hvaða forrit eru vinsælust í dag, vinsælust í vikunni eða vinsælust yfir mánuðinn.

Svo er hægt að deila með vinum sínum og öðrum Android notendum hvaða forrit þú ert með á símanum og rúsínan í pylsusendanum er að ef síminn myndi t.d. hrynja eða þú skipt um síma að þá myndi AppBrain setja upp öll forrit sem þú varst með aftur upp fyrir þig. Hér má t.d. sjá forritin sem ég er með uppsett á HTC Hero.

AppBrain segir þér ef komnar eru uppfærslur fyrir þau forrit sem þú ert með á símanum og uppfærir þau fyrir þig.

AppBrain gerir þér kleift að færa forrit yfir á SD minniskortið ef það vantar pláss á símanum sjálfum (Aðeins hægt í Android 2.2 (Froyo).

Í AppBrain er svo líka hægt að sjá hvort að það séu komnar uppfærslur fyrir forritin sem þú ert með ásamt því að geta eytt forritum út. Sem sagt allt hægt á einum stað.