3G, Android, GSM, Svona gerum við...

íslenskir stafir í Android

30/07/2010 • By

Athugið að þetta er færsla frá árinu 2010 og mikið vatn runnið til sjávar síðan. Íslenska er innbyggð í flesta Android síma í dag. Ef áhugi er fyrir öðrum lyklaborðum en þeim innbyggðu sem koma með tækinu mælum við með Swiftkey

Android stýrikerfið frá Google hefur verið að vekja ótrúlega athygli síðustu mánuði enda fjöldi handtækja komin á markað með þessu frábæra stýrikerfi. Símarnir koma þó ekki með íslenskum stöfum frá framleiðanda en það er auðvelt að setja þá inn. Til þess þarf einungis að ná í lítið forrit frá Android Market og setja það upp.

Við skulum kíkja á hvernig það er gert. Athugið að hægt er að sleppa fjórum fyrstu skrefunum ef menn vilja nota QR kóðann hér :

scandinaviankeyboard

1. Farið á Android Market. Market má finna á aðal skjáborðinu (Home) eða undir Applications

1

 

2. Smellið á leita takkann á símtækinu sjálfu eða í Android Market.

1

3. Leitið að scandinavian keyboard.

2

4. Veljið Scandinavian keyboard og veljið Install og OK. Þá ætti niðurhal á forritinu að hefjast.

3

5. Farið í SettingsLanguage & Keyboard og hakið við Scandinavian Keyboard

4

6. Farið í Scandinavian Keyboard og veljið Keyboard layout.

5

 

7. Hakið við Icelandic.

6

 

8. Farið í einhvern textareit, t.d byrjið að skrifa nýtt SMS og haldið inni textaboxinu. Þá kemur upp eftirfarandi gluggi og veljið Input Method.

7

9. Veljið Scandinavian Keyboard.

8

10. Þá eru komnir íslenskir stafir og fjörið getur hafist á okkar ástkæra ylhýra.

9