Fróðleikur

Símsvar

13/04/2010 • By

Síðustu vikur hefur rígur á milli deilda og sviða hér innan Símans náð nýjum hæðum en Símsvar, spurningakeppni Símans hefur verið í fullum gangi.

Símsvar er í anda Útsvars og Gettu Betur þar sem að leitað er svara við fjölmörgum spurningum af ýmsum toga.

Eftir æsispennandi keppnir endaði lið Úthringivers Símans uppi sem sigurvegari eftir að hafa unnið Sölu Fyrirtækjasviðs nokkuð örugglega. Mætti segja að flokkaspurningarnar hafi ráðið úrslitum ásamt því að strákarnir í liði Úthringivers nelgdu vísbendingaspurningu í lokin til að innsigla sigurinn.

Skellum inn einni vísbendingaspurningu til gamans.

1.    Maðurinn sem spurt er um fæddist í Stokkhólmi árið 1957. Hann er með Mastersgráðu í efnaverkfræði og fékk styrk til að stunda rannsóknir við MIT en hætti snemma í náminu til að einbeita sér að leikferlinum. Hver er maðurinn ?

2.  Hann fór á Ólympíuleikana í 1996 sem liðsstjóri Svía enda á maðurinn farsælann feril að baki sem lyftingamaður ásamt því að hafa stundað skylmingar og karate svo fátt eitt sé nefnt. Maðurinn sem spurt er um komst í fréttir á Íslandi þegar að þáverandi kærasta hans hélt tvenna tónleika hér á landi. Eftir að þau yfirgáfu Hótel Sögu kom í ljós að hótelherbergi þeirra hafði verið lagt í rúst, allt mölbrotið og hvítt duft á borðum ásamt því að líkamsvessar ýmisskonar voru á veggjum. Hans fyrsta hlutverk í kvikmynd var James Bond myndin A View to a Kill þar sem hann lék KGB mann að nafni Venz.

3.  Maðurinn sem spurt er um hefur leikstýrt myndum á borð við The Defender, Diamond Dogs og Missionary Man en hann er eflaust þekktari fyrir að hafa leikið í kvikmyndum á borð við He-Man, Universal Soldier, Joshua Tree og Rocky IV. Hver er maðurinn ?

Svar : Dolph Lundgren

 

Símsvar