3G, Frelsi, Fróðleikur, GSM, Netið

póstur og sími ?

09/02/2010 • By

Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að nálgast tölvupóstinn í GSM símanum sínum eins og í dag. Google, Hotmail og fleiri hafa fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess fyrir notandann að hafa aðgang að sínum upplýsingum á ferðinni. Það eru ekki bara mikilvægir menn í útlöndum með rándýra síma sem vilja og þurfa að hafa aðgang að tölvupóstinum sínum heldur líka ég og þú.

En hvernig ber maður sig að ? Það gæti ekki verið einfaldara.

Fyrir Gmail notendur er nóg að vísa símtækinu sínu á slóðina m.gmail.com. Þar er hægt að skoða tölvupóstinn í vefviðmóti en enn þægilegra er að ná í forritið sem að Google býður upp á endurgjaldslaust. Forritið sem virkar á flestum símum er einfalt í notkun og er meira að segja til á íslensku.

Hotmail notendur geta farið á slóðina mobile.live.com en þar er gott viðmót til að skoða og senda tölvupóst á ferðinni.

Fyrir Nokia notendur í Exchange umhverfi má benda á forritið Mail for Exchange sem að Nokia dreifir frítt fyrir ákveðna GSM síma. Það syncar fullkomnlega við Exchange umverfið, bæði póst, dagatal ásamt todo lista og contact upplýsingum.

Það er auðvelt að nota þessar þjónustur, hægt að skrifa með sér íslenskum stöfum og skoða og senda viðhengi og í raun flest allt sem að maður getur í sinni eigin tölvu.

mobile-gmail-pushes-the-limits-of-performance-thanks-to-html-5-2.jpg