Allt, Hugbúnaður, Netið, Rannsóknir

Kennsla í sýndarheimum

13/12/2007 • By

Fleiri og fleiri menntastofnanir eru byrjaðar að nýta sér möguleika sýndarheima eins og Second Life við kennslu ogSL-icon verkefnavinnu. Nemendur þurfa að eiga sinn “Avatar” í sýndarheiminum þar sem þeir hitta aðra bekkjarfélaga og kennara og “sitja” kennslustund eða leysa úr margvíslegum verkefnum sem kennarinn setur fyrir. Í flestum tilfellum er enn um að ræða viðbót við hefðbundið kennsluform en ýmsir skólar eru byrjaðir að gera prófanir með að flytja heilu námskeiðin yfir í sýndarheima. Kennslu formið virðist henta vel þvert á margvísleg fræðasvið og hefur m.a. verið notað við kennslu í félagsfræði, lífrænni efnafræði, mannfræði ofl.

Hér má finna nýlega frétt frá CNN um hvernig kennsluformið í sýndarheimi er að þróast:
Educators explore ‘Second Life’ online