Afþreying, Allt, Hugbúnaður, Netið

Yahoo Pipes

17/11/2007 • By

Um leið og stærð internetsins vex stöðugt og samhliða hraði notenda, verður mikilvægara og mikilvægara fyrir notendur að finna það efni sem það hefur mestan áhuga á að lesa. Jafnframt eru neytendur rólega að breytast í “mass media consumers” eða jafnvel prosumers um leið og þeir taka virkan þátt í að skapa eða móta það efni sem þeir neyta.

Yahoo eru nú að sækja í sig veðrið með mjög spennandi kerfi sem þeir kalla Yahoo Pipes. Í kerfinu er hægt að skilgreina fjölmarga uppruna að efni sem getur verið á ýmsu formi eins og t.d. RSS feed. Alla þessa strauma af upplýsingum er svo hægt að endurforma, sía og endurraða eftir vissum skilgreiningum til að mynda nýjan straum. Þannig má t.d. fiska út einungis þær fréttir á Mbl sem tengjast Símanum eða öðru, sameina við annan straum og á endanum að búa til sérstakan straum eftir áhuga hvers neytanda.

Yahoo Pipes

Einnig má finna myndskeið hér, Pipe editor in action.