Content Aware Image Resizing
09/10/2007 • By Guðmundur JóhannssonNú til dags þekkja allir hvernig hægt er að stækka og minnka myndir sem við viljum t.d. setja á netið. Hingað til hafa einungis verið tvær einfaldar leiðir færar til að minnka myndir …
1) Að klippa myndina til (cropping).
2) Að skala hana niður (linear scaling).
Við báðar aðferðirnar tapast óneitanlega töluvert magn af upplýsingum sem við verðum að fórna til þess t.d. að myndefnið passi inn í forsniðinn texta. Á ráðstefnunni Siggraph var nýlega kynnt ný tækni sem Shai Avidan og Ariel Shamir frá MERL (Mitsubishi Electric Research Lab) hafa þróað sem reiknar út hvar í myndum meira magn af upplýsingum liggja en annar staðar og getur þannig reiknað út hvaða hluti af tiltekinni mynd má fyrst missa sín fram yfir önnur svæði í myndinni sem innihalda meira myndgildi. Svæðin eru fundin með að reikna orku myndarinnar og þau svæði sem hafa minnstu orku eru gefin lægra vægi. Með einföldum forritum má gefa vissum svæðum hærra orkuvægi til að vernda t.d. andlit og neikvæða orku fyrir svæði sem helst mega missa sín en innihalda þó mikla orku. (Þau svæði sem hafa skörp skil t.d. úr hvítu yfir í svart skila háu orkugildi úr HighPass síun).
Myndskeiðið hér fyrir neðan segir allt sem segja þarf …
Góð grein. Það má líka benda á að það er hægt að prófa þetta í dag á vefnum Rsizr.com
Takk kærlega fyrir þetta Addi 🙂 Ég hafði ekki hugmynd um þessa síðu, Rsizr.com. Mjög gaman að fá sjálfur að prufa þetta.
Fyrir þá sem vilja vita enn meira um þetta datt mér í hug að bæta við slóð á pappírinn sem lýsir tækninni aðeins betur .. http://www.faculty.idc.ac.il/arik/imret.pdf
Tær snild