3G, Allt, Auglýsing, Frelsi, GSM, Húmor, Sjónvarp

3G: Síminn breytir gangi sögunnar!

03/09/2007 • By

Þriðju kynslóðar net Símans verður tekið í almenna notkun á morgun, þriðjudaginn 4. september.

Við erum stolt af því að vera fyrst með 3G hér á landi og ekki síður stolt af samstarfi okkar við félag heyrnarlausra, en myndsímtöl gera heyrnarlausum kleift að tala saman með táknmáli í gegnum farsímann. Það má lesa nánar um þetta samstarf og vöruframboðið sem 3G hefur í för með sér í fréttatilkynningu Símans. Netmiðlarnir mbl.is og Vísir.is, sem og fréttastofur sjónvarpsstöðvanna hafa sömuleiðis gert þessum nýjungum góð skil.

Starfsmenn Símans hafa haft aðgang að kerfinu og nýju vörunum í rúmar 2 vikur og hafa þær mælst mjög vel fyrir, ekki síst 3G netkortið sem veitir frábæran netaðgang fyrir fartölvur hvar sem er á dreifisvæði þriðju kynslóðarinnar.

3G-auglýsingaherferðin byrjaði líka núna í kvöld og þar förum við nokkuð óhefðbundna leið til að vekja athygli á kostum myndsímtala. Dæmi hver fyrir sig 🙂