Allt, Hugbúnaður, Netið, Svona gerum við...

Google Earth – og nú himininn líka

22/08/2007 • By

eagle-nebula.jpegEf þið hafið ekki kynnt ykkur Google Earth, er aldeilis kominn tími til að breyta því.

Google Earth er snilldarforrit sem inniheldur loftmyndir af öllum heiminum. Nákvæmni myndanna, sem og viðbótarupplýsingar á borð við hæðarkort og jafnvel þrívíddarmódel af byggingum fer eftir aðgengi Google að slíkum upplýsingum. Evrópa og Norður-Ameríka eru best þakin, en almennt koma gæði myndanna og nákvæmni á óvart. Þannig má finna myndir, módel og ítarlegar upplýsingar um ótrúlegustu staði í forritinu.

Til viðbótar hafa svo notendur sett inn ýmsar upplýsingar og viðbætur sem gera tólið enn skemmtilegara.

Upplýsingar um Ísland eru ágætar. Vestasti hluti landsins er inni í allgóðum gæðum, en aðrir hlutar grófari en bestu loftmyndir sem maður hefur séð. Vonandi stendur það samt til bóta.

Í nýjustu útgáfunni bættu Google menn svo um betur og settu inn nákvæmustu fáanlegar myndir af himinhvolfinu, m.a. úr stjörnusjónaukanum Hubble. Þetta gerir það að verkum að Google Earth er nánast orðið að “stjörnukíkishermi” – með innbyggðri leitarvél.

Magnað alveg!

Google Earth má sækja hér.

Þegar forritið hefur verið ræst er svo hægt að fara í View > Switch to Sky, til að sjá himininn.