GSM, Hugbúnaður, Svona gerum við...

SMS beint í og úr Makka

21/08/2007 • By

Ég rakst á lítið þekktan innbyggðan fídus í Makkanum um helgina. Ef farsíminn þinn er nálægt tölvunni, er hægt að búa þannig um hnútana að móttekin SMS birtist sem gluggi í tölvunni og hægt að slá inn svar beint þar í stað þess að nota lyklaborðið á símanum.

smspopup.png

Vitanlega er líka hægt að senda SMS-ið upphaflega úr tölvunni.

Það getur þurft nokkur “nördastig” til að ná að klára sig á eftirfarandi – sérstaklega ef það þarf að eiga við “möguleg vandamál” (sjá neðst), en það sakar ekki að reyna.

Svona farið þið að:

 1. Gakktu úr skugga um að Makkinn hafi verið “paraður við símann” í gegnum BlueTooth (ef þú veist ekki hvað þetta er eru upplýsingar um það neðst í þessari færslu).
 2. Opnaðu Address Book.
 3. Smelltu á BlueTooth takkann í tólastiku Address Book.
 4. Komið. Nú geturðu sent SMS á hvern sem er í Address Book, með því að smella á titilinn fyrir framan símanúmer viðkomandi og SMS sem koma í símann birtast í pop-up glugga á skjánum í Makkanum.

sendasmsaddressbook.png

Möguleg vandamál

 • Að para símann og Makkann í BlueTooth: Ef síminn hefur aldrei verið “paraður” við Makkann, þarf að gera það.
  • Smelltu á Eplið, efst í vinstra horninu
  • Veldu System Preferences
  • Smelltu á BlueTooth (undir Hardware)
  • Veldu Devices og smelltu á Set Up New Device…
  • Fylgdu svo leiðbeiningunum á skjánum (muna að velja Mobile phone og svo þarf að slá sama talnakóðann inn í báða símana t.d. 1234)
  • Komið. Nú geturðu haldið áfram frá skrefi 2 hér að ofan
 • Nýlegur SonyEricsson sími: Það er smá maus að fá þetta til að virka á móti sumum SonyEricsson símum. Leiðbeiningar um það hvernig hægt er að laga það má finna hér. Ef þið eruð með aðra týpu en W880, t.d. W810, þá fylgið þið sömu leiðbeiningum, en breytið einfaldlega nafninu (muna að sleppa “i”-inu aftan af).