Netið, Sjónvarp

Tveir afruglarar á Sjónvarp Símans

09/08/2007 • By

Ég rakst í gær á bloggfærslu frá Matta þar sem hann var að spyrja hvenær hægt yrði að fá tvo afruglara á Sjónvarp Símans.

Hann virðst hafa fengið svör – sem er gott – en hann hefur lokað á frekari athugasemdir, leyndardómsfullur á svip.

Það er hins vegar rétt að dreifa boðskapnum sem víðast. Tveir afruglarar verða í boði með haustinu, sem ég veit að mun gleðja marga. Flestir viðskiptavinir munu eiga kost á þjónustunni, en það fer þó eftir fjarlægð frá símstöð og gæðum tenginga inn á heimilið. Til að byrja með mun einnig þurfa að velja á milli þess að hafa tvo afruglara eða háskerpu útsendingar, en þær byrja einnig í haust.

M.ö.o. margt að gerast í þróun á Sjónvarpi Símans og bráðum þarf ekki lengur að rífast um hvort eigi að horfa á eigi að horfa á House eða leigja eina rólega og rómantíska mynd á SkjáBíó á sunnudagskvöldum 🙂

sagem-stb.jpgsagem-stb.jpg