Allt, Hugbúnaður, Netið

Opera Mini

26/06/2007 • By

Opera Mini er vafri fyrir flestar tegundir farsíma. Vafrinn notar tækni sem sendir efni á vefsíðum í vefþjón sem þjappar saman efninu áður en það berst í farsímann þinn. Fyrir vikið er efnið sem er sótt í Opera Mini minna, gagnaflutningur er hraðvirkari og kostaðurinn minni miðað við ef síðurnar væru sóttar beint í gegnum hefðbundinn html vafra.

Opera Mini 3 styður við RSS (e. Really simple syndication) þar sem þú getur fengið t.d. fréttafærslur frá netmiðlum í Opera Mini vafrann. Hægt er að setja inn myndir á t.d. blogsíðu, spjallþræði eða sem viðfang í tölvupóstinn. Prófa Opera Mini í Java hermi.

Ný tilrauna útgáfa af Opera Mini 4 beta kom út fyrir stuttu sem býður upp á enn fleiri flotta möguleika eins og CSS (e. Cascading Style Sheets) stílsnið sem gerir vafrann þæginlegri notkun. Helsti kosturinn við Opera Mini er að þú getur notað þennan vafra í flest öllum nýlegum farsímum eins og kemur fram í þessari “Apple” líku auglýsingu frá Opera.