Allt, GSM, Netið, Sjónvarp

Youtube í farsímann

21/06/2007 • By

Nú er hægt að skoða Youtube myndbönd í farsímanum, eina sem þarf að gera er að slá inn netfangið http://m.youtube.com í WAP ham farsímans. Þjónustan virkar með EDGE en verður frábær með 3G sem er væntanleg um miðjan ágúst 2007.

Youtube Mobile

Youtube var stofnað í febrúar 2005 af Chat Hurley og Steve Chen, í nóvember 2006 var fyrirtækið keypt af Google. Margir aðilar eru í samstarfi við Youtube svo sem Warner Music Corp, NBA, BBC, Universial Music Group, Sony Music Group og fleiri.

Athugið að efnið á vefsíðunni er stórtækt og er mælt með að notendur noti minnst EDGE gagnaflutning og kynni sér verðskrá fjarskiptafyrirtækja um gagnamagn í gegnum EDGE/GPRS eða 3G. Auk þess er vert að benda á að ekki er víst að allir farsímar styðji við margmiðlunarefnið frá Youtube.

Vissir þú að hægt er að nota WAP þjónustu Símans til þess sjá áhugaverða staði út frá staðsetningu þinni í GSM netkerfinu. Þú einfaldlega ferð inn á WAP Símans og undir LEIT er að finna Hvar er þjónustuna. Hægt er að finna staðsetningar eins og apótek, hraðbanka og jafnvel lista yfir næstu banka.